Jæja þá er komið nýtt ár og margt búið að gerast hér á hjara veraldar.
Meðal annars þá hætti ég við Cidesco-prófið með þeim forsendum að ég gæti ekki lært fyrir það og líka Líffæra og lífeðlisfræðina sem var mánudeiginum eftir Cidesco...en ég náði LOL-inu þannig að ég tel að þetta hafið verið rétt ákvörðun. Var líka í næringarfræði í fjarnámi og náði því líka...veit ekki alveg hver einkunin var en náði samt...og þá er ég klár í slaginni fyrir sveinspróf...all það bóklega búið fyrir það... Vinnan gengur ágætlega misjafnlega mikið að gera en það var mjög mikið síðustu 3 vikurnar í desember...og núna er aðeins rólegra...stelpurnar í vinnunni eru fínar..þannig að það er ekki mikið að kvarta undan þeim...
...Jólin voru góð..."gamlir" og góðir vinir (má taka á marga vegu) komu í heimsókn og var mikið spjallað og spilað og horft á Angel...ef að þið trúið því...sem sagt...ekki mikið sofið og er ég að súpa seiðið af því núna...migreni og stanslaus höfuðverkur...en þá er bara að einbeita sér við að fara snemma að sofa og fá smá ferkst loft...þó að það sé nú ekki mikið af því hjá mér þessa dagana
...Það áttið að verða hjónaball (þá hittast allir sem nenna að mæta og borða saman og svo er ball á eftir) hérna í dalnum í nóvember en var frestað vegna óviðráðanlegra aðstæða og í staðin var það núna 4. jan eða í gær. Það komu um 160 manns og þetta var rosalega skemmtilegt. Að þessu sinni var höfð súpa og salat en ekki svínakambur og brúnaðar kartöflur....erum líklega búin að borða of mikið af þessum saltaða mat...en þó að ekki hafi verið mikið kjöt þá var þetta algjör snilld...og má nefndin fá mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf.
Þá er ég búin með smá pistil frá mér. Þannig að ég vona að allir hafi átt góð jól og óska öllum Gleðilegs nýárs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli