föstudagur, október 17, 2008

Tími á nýtt blogg



Já það er komin tími á nýtt blogg og ég sit hér og reyni að berjast við að finna út hvað það ætti að vera sem er nýtt í fréttum.




Við Hermann ætluðum til London, og var farið að hlakka mikið til...en svo kom kreppa og við hættum við...erum ekki til í að vera tekin sem hriðjuverkamenn...




Finnst eins og þetta orð HRIÐJUVERKAMENN hafi breytt um meiningu í gegnum tíðina. Einu sinni voru þetta frelsishetjur eða skæruliðar....en núna er þetta orð líka komið um fólk sem hefur ekki hundsvit a peningum eða er bara óheppið í peningamálum...þannig að ég held að ég sé hriðjuverkamaður...vegna þess að eg hef ekki hundsvit á peningum...




Þannig að það er gott að ég fer ekki til London því að þá myndi Alistair Darling og Gordon Brown senda mig til Guantanamo þar sem aðrir hriðjuverkamenn eru...




En nóg um það...hjá mér er smá tingl af jólafíling og ég veit að það er of snemmt en ég næ ekki að hrista hann af mér...bið um ráð og aðstoð...




Er hætt í bili...pistill kemur síðar....þangað til næst....

Engin ummæli: