miðvikudagur, desember 10, 2008

Frostrósirnar


Frostrósirnar eru á næsta leyti...já núna á föstudaginn eru Frostrósirnar í íþróttahöllinni á Akureyri með sína stórtónleika...þetta verður held ég alveg rosalega skemmtilegt.


Nú er komnar dagsettningar á sveinsprófið, það er 10. & 11. janúar og 17. & 18. veit ekki alveg hvenær ég er að fara í það en þessir dagar koma til greina.


Jólaundirbúningur gengur sæmilega, er búin að baka 1 smákökusort. Ég er einnig búin að múra í kringum 1 glugga og svo erum við að mála og panelklæða 1 herbergi...ekki eins og það sé kreppa...hehe...


Það verður vinkonuhittingur hjá mér 27. des...og það eru ekkert smá kröfur...slátur og sörur...ætli það sé ekki líka morgunmatur í rúmið....lol....þær geta nú beðið lengi eftir því.


Ætla að hætta þessu er að fara að gera Andlitsbað...æfa mig fyrir sveinspróf...hafið það gott þangað til næst

2 ummæli:

Dóa sagði...

Haa?? Enginn morgunmatur í rúmið?? Hvurslags þjónusta er þetta eiginlega??

Tíhí, hlakka til að sjá ykkur! :o)

Elva Björk sagði...

Ég er með í slátrið takk!
Hlakka líka til að sjá ykkur ;o)
Innanlandsflug verður pantað í dag - lítur út fyrir að ég verði norðan heiða 26. - 30 des.