föstudagur, janúar 02, 2009

2008 -2009

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka...þetta orti skáldið, verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á nótunum hver er skáldið. 2008 var alveg þokkalegt ár.
  • Ég kláraði samninginn í apríl
  • Féll í 1 í sveinsprófinu í maí (ekki gott)
  • Fór í sumarbústað á suðurlandið rétt eftir skjálftana í júní, fundum nokkra, og keyrðum svo neðrileiðina á landinu.
  • Ferming í Baldursheimi, Einar að verða stór í júní
  • Gullbrúðkaup hjá tengdó, grill og fallegt veður í júní
  • Fékk húsnæði í kjallara í Laugahverfinu fyrir stofuna mína í júlí, hef verið að innrétta hana og svo er á planinu að opna í febrúar 2009
  • Hjálpaði mömmu minni að flytja til Egilstaða í sept
  • Hrefna og Böðvar fluttu í nóv
  • Fékk að æfa mig vel í andlitsbaðinu á des
  • Gifti mig 21. des, ákváðum að skella okkur á þennan dag til að hafa þetta stutt og laggott...svo stuttur dagur skiljiði...
  • Fékk vinkonur mínar í heimsókn, það var alveg rosa gaman, skelltum okkur á ball í Bárðardal og fundum "bar sem hægt er að græða á" hann var svooooooooo ódýr....eða svo sagði ein góð í hópnum. Einnig var spilað og borðað gott.
  • Áramótin voru haldin í Baldursheimi og voru alveg hreint ljúf...góður matur borðaður, skemmtilegur félagskapur, fínasta skaup og svo flottir flugeldar
Það sem er næst á dagskrá er að taka sveinsprófið...17. jan 2009...nú er komin dagsetning á þetta og ég með fullan maga af fiðrildum...ekki gott...
Samantekt af árinu hefur verið pikkuð hér...vona að allir hafi haft það gott þetta ár sem er liðið og vona líka að 2009 verði viðburðaríkt og skemmtilegt fyrir alla.

3 ummæli:

Elva Björk sagði...

Gleðilegt ár Anna mín og takk fyrir mig! Dugleg með upprifjunina - ekki treysti ég mér til að gera svona lista ;o)

Harpa sagði...

þokkalega viðburðarríkt ár :)
glæsilegur árangur, og n.b. aðeins eitt fag sem taugarnar skemmdu í sveinsprófinu og þú rúllar því upp núna í janúar.. velkomið að vera hér þegar þú kemur.. heyrumst

Elva Björk sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ SVEINSPRÓFIÐ!
(seint og um síðir - það tekur suma 3 daga að uppgötva að sófinn át gemsann þeirra...)