föstudagur, febrúar 06, 2009

Flensa



Já ligg heima með flensu. Ætti maður ekki að geta lostnað við að fá flensu nema svona 3ja hvert ár. ekki á hverju anskotans ári. Núna myndi mamma mín segja að ef ég myndi éta þetta heilvítis sólblóma, lárviðarlaufs...blóma eitthvað þá myndi ég ekki verða veik. Og ég trúi henni ekki...svo er þetta svo hrikalega vont að það er alls ekki hægt að setja það inn fyrir sínar varir. Ég er eins og fólkið í mjólkurauglýsingunni....hef aldrei smakkað og trúi því ekki að það sé gott fyrir mig....og núna er ég farin að röfla...kannski er ég aðeins meira veik en ég hélt.

Gleymdi að láta lesendur mína vita að það væriu komnir hvolpar aftur á heimilið. Jú jú einhver gárungur sagði að það væri gott fyrir Blíðu að verða lóða 1 x eftir að hún átti hvolpana og við gerum það með góðri samvisku og þá kemur bara annar hundurinn hér í sveit og tekur hana fínt og til verða 2 alveg rosa sætar tíkur...þær heita Frigg & Freyja. Frigg er svört og hvít en Freyja er brún og hvít.

Jæja ætti að hætta að pikka fyrst að ég er ekki alveg með réttu ráði....sem ég er nú aldrei...þannig að ég ætti bara ekki að pikka yfir höfuð....múahahahaaha...En þangað til næst...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Virðist loksins geta orðið commentað hérna. Ég biðst afsökunar á að hafa komið með flensuna norður. Getur huggað þig við það að Hrannar fékk hana líka!
ÞME

Harpa sagði...

hahaha yndisleg færsla Anna mín.. þú ert meinfyndin svon með flensu rugluna (ert það nú reyndar yfirleitt ;)
sjá þessi krútt, fær mann bara til að langa í eina sæta litla tík....
vonandi ertu orðin hressari og getur haldið áfram með stofuna og allt sem henni fylgir..
p.s. annsi margir eru svona vantrúa á jurtir og bætiefni, en það er nú komið frá náttúrunni og gerir manni ekki nema gott, hægt að fá margt bragðlaust.. en að sama skapi eru annsi margir sem ekki trúa að einhver krem geri þeim e-ð gott og nota þau aldrey.. kanski maður ætti stundum bara að gera e-ð þó maður endilega viti ekki hvort eða hvernig í ósköpunum það á að virka á mann ..

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta !! vonandi líður þér betur í dag !! Takk aftur fyrir okkur knúsan mín og skilaðu kveðju til Hermanns frá okkur :o)
já þessar litlu dömur eru algjörar rúsínur! er með milljón myndir af þeim sem ég skal senda þér eða láta á flakkarann með næsta skammti af NCIS... btw.. er flakkarinn ekki enn i hillunni þinni við hliðina á sjónvarpinu... ??
knús knús