þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Þorrablót í Reykjadal

Já þá er þessi þorrablótstörn búin hjá okkur hjónakornunum...erum greynilega orðin of gömul fyrir þetta. Blót 2 helgar í röð er bara of mikið. Við Ásta tókum til mat fyrir örugglega um 20 manns...og við sem vorum bara 5 þannig að það verður étinn þorramatur næsta mánuðinn. Enda var engin mamma til að passa að við misstum okkur ekki í þessu. En þó að það hafið verið mikill matur þá var hann góður og einnig voru skemmtiatriðin góð. Hlómsveitin var góð líka en hafði 2 galla. Það var það að þeir eru miklir aðdáendur af Björgvini Halldórssyni, en það er ég hinsvegar ekki og 10 mín sería með hans "besta" er ekki alveg mín uppskrift af góðu kvöldi og hvað þá ef að hún er tekin 2x.
...ég var bara í mínu persónulega heilvíti þarna...en það voru nú bara 20 mín af ballinu...hinn gallin var það að annar gítarleikarinn...hef ekki hugmynd hver það er var bara ekki nógu góður gítarleikari...og ég er ekki mikið fyrir að hlusta á vondan gítar...
Annars var þetta allt glymrandi, allir í svo góðu skapi og einnig fínir.

Þangað til næst

4 ummæli:

Elva Björk sagði...

Þeir eru vígalegir félagarnir - ánægð með Þóri í hátíðarbúningnum!
Og ég hefði líklega troðið hrútspungum í eyrun á mér ef ég hefði þurft að sitja undir 2x 10 mínútur af Bó Hall...

Nafnlaus sagði...

haha þegar Anna var farin að plotta að taka úr sambandi, grýta gaurana á sviðinu eða þaðan af verra þá fór ég virkilega að vona þeir myndu nú fara að hætta þessu Bo spili en þegar þeir bættu auka lagi inn í seríuna í skipti 2 sem þeir spiluðu þá tók Anna mín flöskuna góðu og blandaði sér góðan drykk.
Takk fyrir frábært kvöld elsku vinkona!!!
Myndir eru í ritskoðun - mun pósta þær undir lokuðum aðgang á flikk og Facebook :)
knús knús
Guðrún

Dóa sagði...

Ég maulaði þurran harðfisk með köldum bjór á meðan þið voruð á blótinu, þannig að ég var með í anda!

Kannski kem ég bara með næst??
Knús !

Nafnlaus sagði...

Bandið hefði mátt sleppa seinni Bo syrpunni og taka Elvis í staðinn, þá hefði þetta verið fullkomið!

ÞME