föstudagur, maí 08, 2009

Veik heima


Er búin að vera veik heima núna í 2 daga og látið mér leiðast...það er skíta veður...sem er slæmt þegar að maður þarf að kíkja í fjárhúsin...og síðan er ég búin að horfa á öll öryggisafritin mín...þannig að núna kveikti ég á video-inu hennar Dóu og setti nokkrar ræmur í. Það er alveg ótrúlegt hvað Lion King er góð enn þann dag í dag...kíkti á hana í gær og hló mikið af Tímon & Pumba þeir eru alltaf svoooo fyndnir.
Svo í morgun...af því að ég gat ekki sofið...þá setti ég Labyrinth Jim Henson mynd... hana sá ég á rúv þegar ég var svona 11-12 ára og fannst hún algjört æði ég vildi verða eins og Jennifer Connelly og svo var David Bowie svooo flottur...og enn þann dag í dag finnst mér hún algjört æði...þó að ég myndi vilja klippa Bowie aðeins...og síðan en alls ekki síst þá var ég að horfa á THE CROW...eginlega er ekki hægt að segja neitt nema bara vawwv... Varð soldið stressuð þegar að ég sá spóluna aftast í skápnum og vildi helst ekki setja hana í, þessi mynd var í svoooo miklu uppáhaldi að ég hefði ekki höndlað að hún væri búin að dala eitthvað...og vitið hvað, hún er enn að standa undir væntingum...hreint alveg snilld...og enn þann dag í dag þá böggar það mig að geta ekki eignast sinfoníusoundtrack-ið í myndinni...finnat það hrikalega fallegt...Svo var Brandon Lee líka mjög flottur...

Jæja þá er það bara að fara að grafa upp meira gamallt...hver veit nema að ég finni gamla Catwalk þætti...þeir voru nú ekki leiðinlegir...en fyrst er það að kíkja í fjárhúsin

Engin ummæli: