laugardagur, júlí 04, 2009

AMSTERDAM &U2 AÐ KOMA!!!

Búið að vera fínt að gera í vinnunni...en núna eru líklega allir að fara að ferðast eitthvað þannig að ég ætla að skella mér í frí líka...byrja að fara á fjöll yfir helgi og svo til Amsterdam...þó að ég sé ekki alveg að gera mér grein fyrir að ég sé að fara til Amsterdam til að hitta Dóuna mína og Bono...auðvita líka...flýg út 15 júlí og verð þarna í viku. Búin að lofa Dóunni ærlegu sumbli í 1 dag og svo þynkudegi á eftir...
...þannig að það er búið að plana eitthvað.

Síðastu 2 vikurnar hafa verið alveg æðislegar veðurfarslega séð...sól og yfir 20 stiga hiti og ekki gerist það svo oft að hafgolan hafi bara verið hlí og maður ánægður með að fá hana til að kæla sig niður.

Baunin mín kom til mín og var hjá mér í nokkra daga og höfðum við það bara mjög gott... borðaður matur sem ekki var alltaf hægt að fá úti þó að við hefðum sleppt slátrinu (fékk það um jólin). En alveg rosalega gaman að hitta hana og ég fann það hvað ég saknaði hennar mikið þegar að ég gerði mér grein fyrir því hvað var langt í að ég myndi sjá hana næst.

Annars allt fínt að frétta...liggur bara í móki nær aðeins að smyrja á sig sólarvörn og svo mókar maður aftur...
...þangað til næst...BONO HERE I COME...

2 ummæli:

Elva Björk sagði...

Takk kærlega fyrir mig elskan mín - það var yndislegt að vera hjá þér!
Vona að þið skemmtið ykkur hrikalega vel í Amsterdam og þið verðið nú að taka einn Heinecken (eða 3) fyrir mig...
P.S. fann út úr þessu með Faith No More - Við höfum verið að hlusta á plötuna "Live at Brixton Academy" (sem ég á því miður ekki!)

Dóa sagði...

Vúhú! Það verður svo gaman og ég hlakka svo mikið til að fá þig til mín loksins!

Og það styttist...