fimmtudagur, september 24, 2009

ADSL

Já...við Mannsi vorum nú svo bjartsýn að þegar að 21. sept kom þá sóttum við um adsl-tengingu því að 22. sept átti að vera komið háhraðanet hér á hálendinu hjá okkur...þannig að 22. sept fór ég til Húsavíkur og ná mér í roder svo að ég gæti verið á netinu án þess að vera með samviskubit ef að ég gleymdi mér og var of lengi. Ég kom heim og reyndi að koma þessu í gang en virkaði ekki...þannig að við bíðum spennt eftir hringingunni miklu...þá koma karlarnir frá símanum og tengja þetta fyrir okkur. Þannig að enn er beðið eftir háhraðanetinu okkar...

2 ummæli:

Elva Björk sagði...

Huggaðu þig við tilhugsunina um hvað það verður mikill munur!
Kannski maður sjái þig þá meira á msn á kvöldin líka ;o)

Anna Geirlaug sagði...

Já það er alveg möguleiki að ég kíki á netið á kvöldin líka...þegar að háhraðanetið er komið