sunnudagur, nóvember 08, 2009

Enn ein helgin...

Ég held að ég sé orðin gömul...þegar að vikurnar líða svo hratt að það eru stanslausar helgar...annað hvort það eða að ég fæ bara blackout þegar að það kemur vinnuvika.
Her er samt allt við það sama...ég dansa snjódansinn svo að ónefnd systkini verði ánægð um páskana og komist á sleða. Er komin með strengi um allan líkamann á þessum dansi...þetta er svona regndans nema aðeins kaldara look á þessu öllu. Ég reyni að synda eins og vindurinn flesta morgna en stundum er nú frekar kallt eða bara of þreytt til að nenna að fara úr hálf nakin í kulda og svo í svalt vatnið...ég er nú samt komin með hjálpartæki fyrir þetta skóflur á hendurnar og froskalappir á fætur....þannig að ég geisist áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
Núna er ég búin að mála norðurherbergið þannig að þessi horror appelsínuguli litur er hættur að angra mig og núna lítur herbergið út fyrir að vera bara stórt, svo er planið að parketleggja það á þriðjudaginn.

Jæja nóg af mér í bili...ætla að fara í sund og synda á eftir
Þangað til næst

4 ummæli:

Elva Björk sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Elva Björk sagði...

Ég sé þig fyrir mér með hvítar strútsfjaðrir í höndunum dansa við lagið "Í höll Dofrans"... Alveg epískt!!!

Og þú hlýtur að vera komin í þrusuform af öllum þessum dansi og sundi. Djöfull ertu dugleg :)

Nafnlaus sagði...

Ég bað nú um að allur snjórinn sem kominn var í Esjuna yrði sendur norður til þín.Er hann ekki kominn enn?

ÞME

Anna Geirlaug sagði...

Nei ekki kominn enn en ég bíð spennt