mánudagur, júlí 23, 2012

SUMAR!!!

Hér á norðurlandi hefur verið mjög þurrt í allt sumar, þangað til núna....núna er úrhelli, sem er mjög gott fyrir gróðurinn. Heyskapur hálfnaður og kindurnar líta vel út í heiðinni. svo er bara að vona að það stytti upp aftur svo að við getum klárað heyskapinn.

Baunin mín var hjá mér í 10 daga og við skemmtum okkur og túristuðumst alveg helling. Alltaf gott að fá hana og knúsa hana. Eins og það er vont þegar að hún fer aftur...verður svona tómleiki eftir. En þá er bara um að gera að skella sér í heyskap til að finna ekki fyrir tóminu.

Dísan okkar kíkti líka og við áttum yndislegar stundir saman. Hún er alltaf svo skemmtileg og hláturmild.Þá var farið í sund og maður slapp nú ekkert undan því. Daman skellti sér upp á dýfingarpallinn og fleygði sér út í djúpulaugina...en það voru nú alltaf traustar hendur sem drógu hana upp

Hlakka svoooo til þegar að Belginn minn kemur heim um verslunarmannahelgina víííívííívíííí, þá verður nú mikið brallað og hlegið og mögulega drukkin smá bjór.....ja eins og þegar að Baunin mín kom...þá var aðeins sötrað líka og hlegið.

Engin ummæli: