þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ellin

Já ellin er farin að gera vart við sig. Núna í kvöld þá var ég að horfa á Gilmorgirls og þá kom þar í þáttinn átrúnaðargoðið mitt, enn sá fallegasti maður sem að ég hafði séð þegar ég var 14-16. Já þarna var hann Sebastian Bach saungvarinn í Skid Row að leika. Shit hvað hefur komið fyrir hann.......eins og var sagt í þættinum hann var uppi áður en að það voru til geisladiskar og ég líka :o( þetta er rosalegt. Hvað á maður að gera fara að panta sér pláss á elliheimili eða bara láta brenna sig strax Þetta var svakalegt.
Já og meðan ég man þá eiga pabbi og Eyjólfur bróðir minn afmæli til hamingju með afmælið......litli bróðir minn er orðinn 18 ára bhubhubhu :o( eins og ég sagði áðan þá beinast spjótin að því hvað maður er orðin gamall

2 ummæli:

Guðrún K. sagði...

KrAPPPPPP og ég missti af manninum!! Ég vissi að ég væri að missa af einhverju þegar ég setti dvd í gang... ég persónulega hélt að hann væri dauður - en núna verð ég að leita að myndum af honum á netinu til að sjá hvernig þessi fallegasti maður sem maður slefaði yfir sem unglingur lítur út núna.... og hvurn andsk var hann að gera í Gilmoregirls???

Elva Björk sagði...

Eyjólfur getur ekki verið orðin 18 ára - það eru bara örfá ár síðan ég gat tekið hann upp með annarri hendi! Neita að trúa svona löguðu! Ég er jú sjálf bara 21...