miðvikudagur, október 13, 2004

"Flensa dauðanns"

Já eins og þig kannski vitið þá er ég ekki alltaf mjög góðhjörtuð.
"Flensa dauðans" er búin að ríða(tíhí) norðurlandinu að fullu(tíhí) og litlu sætu stelpurnar sem allir snúa sig úr hálsliðnum eru núna búnar að vera rauðeygðar og rauðnebbaðar :o) Og ég þessi góðhjartaða kona er búin að hlægja mig máttlausa yfir því en svo bregðast krosstré sem önnur tré núna er ég komin með rauð augu og rautt nef og það er satt að sá hlær best sem síðast hlær :o(

1 ummæli:

Elva Björk sagði...

Æi greyið mitt! Ég er búin að vera lasin síðan þið fóruð - ekki gaman að vera með flensu dauðans!!! En ég er álíka góðhjörtuð - skellihló þegar ég sá fyrir mér sætu stelpurnar með rauðu nefin...