Jæja núna er ég búin að ákveða að hætta í Laugaseli sem er nú ekki svoooo slæmt því að ég var nú orðin doldið leið á því að vera alltaf ilmandi af djúpsteikingarfeiti.... en svona er það.
Kaldhæðin er alltaf nálægt því að ég fer að vinna í Laugafisk og þar er nú lyktin ekki góð ef ég á að segja alveg eins og er þá er hún alveg hræðileg eigilega alveg viðbjóðsleg. Ef að ykkur finnst lykt af fólki í frystihúsi vond þá er þessi svona 100 sinnum verri.
En nóg um það. Það sem ég ætlaði að tala um var það að ég var búin að gleyma hvað Bush er góð hljómsveit það er nú þannig að ég var að hlusta á þá á leiðinni heim úr vinnunni og ég man ekki eftir lagi sem að maður hefur þurft að skippa yfir því að það er svo leiðinlegt. En ef þið eruð ekki sammála þá meigið þig alveg segja það
2 ummæli:
ohhh ég vildi að það væri kominn föstudagur hjá mér líka - þá fengi maður pening :P
Lyktin í Laugafiski getur ekki verið verri en lyktin af grálúðu - er það nokkuð?!? :os Sú lykt lifir enn í minningunni frá Þórunnarstrætinu...
Skrifa ummæli