þriðjudagur, mars 29, 2005

Blíðufréttir
Já núna eru páskarnir búnnir...páskaeggið búið og gestirnir farnir....
Eins og allir hérna á norðurlandi urðu varir við þá var alveg frábært veður um páskana. Það má eiginlega segja að það hafi verið “Blessuð Blíða”

Ég fór ekkert á ball um helgina kannski er maður orðin gamall þegar maður lætur Sóldögg framhjá sér fara en þannig er það nú bara.
Sóldögg var að spila á páskaballi á Húsavík, en ég fór ekki. Jább þannig er það.

Fórum í Baldursheim á föstudaginn langa í afmæli.....67 ára afmæli....Gunna & Sólveigar. Gunni var 40. 12 mars og Sólveig 27 ára 26 mars.....og það var alveg hellingur af kökum og maður át náttúrulega alveg til óbóta og það tvisvar sama daginn. Og það var auðvita eins og alltaf í Baldursheimi hellingur af fólki. Eins og maður hafi gott af því. Hehe Sá litlu stelpuna þeirra Böðvars og Hrefnu og hún er doldil varta....alveg pínu lítil...Maður verður alltaf jafn hissa þegar maður sér nýfædd börn hvað þau eru lítil. Það er nú ekki eins og maður sé ekki vanur börnum þegar maður á 7 systkini.

Svo lá maður bara í leti alla páskana og át páskaeggið mitt og Hermanns........Marsbúapáskaegg nr 4 og það er hellingur af nammi í þeim....
Leti og át þannig að maður verður bara að labba 3 hringi í kringum landið.

Þá eru komnar Blíðu fréttir

Engin ummæli: