Já enn nálgast skólinn...Ekki það að allir mínir vinir( ekkert of margir en samt) eru búnnir að reyna að hjálpa mér að vera bjartsýn yfir þessu öllu. Gengur misjafnlega. Það er nú suma dagana að maður er að hugsa um hvað í ansk maður sé að hugsa...að vera að fara í skóla.....En svo koma dagar sem að maður er svo bjartsýnn að maður labbar bara einhverstaðar uppi í skíjunum og heldur að ekkert geti skemmst fyrir mér.
Fór í Mývatnssveit í gær...það voru réttir á báðum réttum...Baldursheimsrétt & Reykjarhlíðarrétt. En ég fór nú bara í Baldursheimsrétt og svo í hangikjöt til ömmu....þetta er bara eins og að jólin komi að það sé skylda að fá hangikjöt á réttardaginn. Held að það mundi koma svipur á fólk ef að það myndi eithvað breytast.
Hitti Guðrúnu og Gabríel í gær....aumingja þau sátu uppi með mig í 5 klst. En þau kvörtuðu ekki mikið. Það var smá spes að sjá Guðrúnu með lítið barn.....en svo var þetta bara eins og það átti að vera. Við vorum náttúrulega eins og verstu kjaftakerlingar og það stoppaði ekki á okkur kjafturinn. En það var samt rosalega gaman.....Guðrún sagði mér fréttir....Það er víst jafn langt til Fáskrúðsfjarðar og frá Fáskrúðsfirði....Héllt alltaf að það væri lengra til en frá....hehehe..
Þannig að ég er að hugsa um að fara í heimsókn þegar ég fer austur að hitta fjölskylduna.
Veðurfréttir Blíðunnar eru skíjað úði og kuldi...vona að það batni
Meira seinna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli