Það er farið að snjóa og mér finnst það bara allt í lagi....maður er orðin svo mikill busness dama að maður vill bara að maður geti fengið einhver dekkjaviðskipti og reynt að græða á sveitungum mínum....svo fær maður samviskubit yfir því að vera svona gráðugur....en verður maður ekki að vera svona ef maður á að gera rekið fyrirtæki.
Svo er líka annar kostur......kannski eru einhverjar líkur á því að maður geti farið og keyrt snjósleðann sinn ef að það heldur áfram að snjóa....ekki vitlaust það.
Skólinn gengur ágætlega en samt er doldið erfitt að þurfa að fara að skrifa ensku aftur það er bara rugl...maður klikkar alltaf á þessum smáu orðum, þannig að maður fær út blóðugt blað til baka vegna þess að kennarinn kláriði bleika pennan í að leiðrétta hjá manni...
En þetta er nú ekki svo slæmt nema að ég held að hann sé með smá spes bókmenntasmekk
.....allavega er The Grate Gastby ÖMURLEGA LEIÐINLEG BÓK og það er eginlega allt sem hægt er að segja um hana.....
Núna langar mig bara að fara að fara að djamma það er orðið svo ansk...langt síðan maður gerði eithvað svoleiðis....held bara að það sé að verða öld....manni finnst það allavega.
Mig langar til Reykjarvíkur að rölta Laugarveginn á föstudeigi og fara svo og taka sig til, til þess að fara út að borða og svo á einhvern bar......Já það er langt síðan þetta var gert síðast ....ógeðslega langt síðan.
En það ætti nú kannski að fara að koma að því ef að ég ætla að fara og hitta Dóu í október eða þegar langa helgin er. Já það er nú þanngi þegar maður er nemandi í skóla þá fær maður frið sitt....að maður hafi einhverntíman dottið í hug að það væri svakalegt að vera nemandi þá sé ég að það er miskilningur.
Jæja Blíðan hveður að sinni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli