Já það er satt maður á að skammast sín yfir því hvað maður bloggar sjaldan....en ég hef bara haft svoooo mikið að gera....nei annst hef ég ekki nennt því vegna þess hvað blessað netsambandið hjá mér er gott. Maður er 1/2 tíma að fá einhverjar síður inn hvað þá að reyna að gera eitthvað...en núna er ég við tölvu í skólanum og þær virka. Þannig að ég er ekker t svoooo lengi að gera þetta.
Já prófin eru að byrja á morgun...ég fer í fyrstu 2 prófin mín á laugadaginn og kvíði smá fyrir en ég fæ að vera í sér stofu og lengri tíma þannig að ég er nú betur sett en oft áður. Svo tala kennarar líka mikið um það sem verður í prófunum þannig að maður veit nokkurnveginn hverju maður á að sleppa.
Fer suður 16 des að hitta Dóu og hitti Elvu líka þannig að þetta verður alveg frábært. Ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir á ekkert mikið eftir en ég veit ekki alveg hvað ég á að gef a bræðrum mínum....er búin með systurnar...og ef þið eruð að lesa þá bara na.na.na.na.na.na.na.......En fyrir strákana má koma smá hint því að ég veit ekki hvað þeir vilja.... Kannski ég sendi Lindu sms til að spyrja hana.
Jæja þá kveður Blíðan að sinni í heilv....djöv....ansk....hlákunni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli