miðvikudagur, mars 29, 2006

Breytingar

Jíbbí ég er komin í snyrtiskólann. Já ég kem suður í haust....og mun fara í Snyrtiskólann í Kaupavogi. Þetta verður eitthvað spaugilegt...Hverjum hefði dottið í hug að ég mundi fara í snyrtifræðinginn....held engum...en svona er það.

Það eru fleiri breytingar...jebb ég ætla að vinna í Jökuldal í sumar....á Hótel Róm...hef ekki hugmynd um það hvernig þetta verður...en það verður nálægt hinum helmingnum af fjölskyldunni...

Þá er komið að veðurfarinu á Íslandi....fyrir 1/2 mánuði var sumar og núna er kominn vetur aftur...og eftir 1/2 mán verður aftur komin sumar.....svona er þetta...og ef einhver er góður í reikningi getur hann reiknað út hvernig veður verður 17. júní...

Búin í bili....hafið það gott...

Engin ummæli: