Já lífið heldur áfram...á mánudagskvöldið var Söngkvísl...það var söngvakeppni framhaldsskólans á Laugum og þar vour líka barnaskólar frá Mývatnnssveit, Aðaldal, Reykjadal, Húsavík og Stórutjörnum. Þetta var alveg rosa flott hjá þeim og þeir sem standa fyrir þessu eiga mikið hrós skilið. Það var rosalegt ljósasjóv og skjáir svo að allir gætu séð....Og svo var þetta bara flott gert. Tekið upp og svo á að selja þetta. Það voru rosalega margir sem mættu held á milli 400 og 500 manns og mikil stemming.
Ég náði báðum prófunum sem ég fór í þannig að þetta er allt í stakasta lagi.
Veðrið er alveg frábært...í dag er sól og blíða, þó að það sé vindur þá er það samt frábært.....ég held að það sé komin vor....allavega vona ég það og er alveg að springa úr bjartsýni.
Jæja nóg í bili....hafið það gott elskurnar....þangað til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli