Já nú þegar páskarnir eru búnnir fer maður að hugsa um þennan æsing sem veldur....þetta er svipað og jólin nema að gjafirnar núna koma ekki á óvart...það eru náttúrulega páskaeggin.
Ég fór í Bónus á þriðjudaginn fyrir páska og ég hélt að ég yrði undir...og þeir sem þekkja mig vita að það er nú doldið að ég verði troðin niður...en æsingurinn var svo mikill að maður átti fótum fjör að launa. Og maður fór út úr Bónus og þurfti áfallahjálp. Þeir verða að fara að hafa svoleiðis hjálp þegar að hátíðum kemur eins og....Jólum, Páskum, 17. Júní og Verslunarmannahelgum... það er bara ekki annað hægt. Þegar maður er svona mikill afdalabóndi þá er sj0kk að hitta svona mikið og ókurteist fólk sem að ryðst bara fram fyrir mann.
Það var þokkalegt veður um páskana hérna í dalnun...þannig að hægt var að vera á sleða sem var alveg frábært...það var keyrt alveg á fullu um allar heiðar og fólk fór á dorg og dregið á skíðum....svo var etinn góður matur og horft á sjónvarp og flipar fuku( fyrir þá sem skilja ekki orðið flipafok þá er það þegar að bjórdós er opnuð) þannig að loksins þegar að páskarnir komu þá var það ágætt....
Á Laugadaginn var svo haldið í Mývatnssveit til að hlýða á Túpílakkana...það var alveg frábært...
þetta er svo skemmtileg hljómsveit að maður á ekki að fara mikið málaður á tónleika með þeim. Búningarnir eru alveg spes og hárgreiðslan líka....svo hitti maður margt skemmtilegt fólk í sveitinni sem maður hafði ekki séð lengi....já Páskarnir voru bara mjög góðir þrátt fyrir ranann sem er á andlitinu á mér núna...en hann fer mínkanndi...(frunsa)
Já góðir hálsar...hafið það gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli