Frídagur....já í dag hef ég verið í fríi. Fór til Akureyrar með Snjóku frænku minni og dóttur hennar. Ferðin var farin til að fara í klippingu en aðalega var eytt pening eins og ég er rosalega góð í að gera. Fór í klippingu hjá Guðnýju sem er alveg frábær hárgreiðslukona.
Held að ég verði að hætta að segja að knatspyrnumenn séu ónítir fyrir neðan mitti...sagt var í fréttum að fótbolti sé bestur fyrir skyrkingu á beinum þannig að hér verð ég að viðurkenna að það sé gott að spila fótbolta...þó að það sé erfitt að viðurkenna.
Veðrið er búið að vera frábært...að vísu hef ég farið til Akureyrar núna með 6 daga millibili og í bæði skiptin hefur veðrið hjá mér verið alveg frábært þannig að maður fer léttklæddur í kaupstað en svo þegar til Akureyrar er komið þá er bara skíta þoka og leiðindi...þannig að maður verður að eyða pening í peysu eða eitthvað svoleiðis...æææ...
Jæja þá er ég hætt....sæl að sinni.
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli