þriðjudagur, júlí 25, 2006

Nýja tölvan mín er flott...

Nýja tölvan mín er flott...núna þarf bara nafn á hana...er ekki alveg að finna út hvað hún á að heita ennþá. Er að verða doldið föl af þreytu en það er alveg að koma að því að ég get slappað af þó að ég sé í skóla og með mikinn heimalærdóm þá er það samt þannig að ég er ekki að trampa 11-12 tíma á dag.

Það er alveg að koma að því að ég þurfi að pakka og ég veit ekki hvað ég á að taka með mér...allavega að muna að taka með mér nærbuxur...ekki eins og sumir sem gleyma þeim þega þeir flytja til annarra landa...hehe...nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu hennar er Þórey...hehe...já nærbuxur eru nú það fyrsta sem mun fara niður í tösku hjá mér...fyrst að þetta fór svona hjá henni Þóreyju.

Núna sit ég heima og nýt þess að pikka á nýju tölvuna mína sem mun ekki henda mér út af netinu eins og gamla tölvan sem við vorum með í vetur...mér finnst þetta skrítið...maður ákveður að kaupa tölvu...fær mynd og fer með hana í tölvubúð og segir " ég vill fá þessa tölvu" og svo skrifar maður á nokkur pappaspjöld og tölvan kemur heim...já ekkert mál... þangað til að vísareikningurinn kemur næstu 15 mánuði...já það er ekkert mál að henda sér í skuldir...

Jæja Blíðan kveður í bili og óska öllum góðan dag....tata...

Engin ummæli: