laugardagur, október 07, 2006

Próf

Próf, próf, próf...já núna eru sokkur skyndipróf hjá okkur og allur bekkurinn er að fara á límingunum...við erum svooo stressaðar að það er ekki eiðlilegt...meiri að segja skólastjórinn er farinn að segja okkur að slappa af og að allt fyrir ofan 5 sé bónus....sem það er og ekkert til að skammast sín yfir að fá 5 á prófi....maður nær því allavega....það er ekki eins og það sé spurt hvað maður hafi fengið í einnkunn þegar maður er að vaxa...en maður veit aldrei....sumt fólk er skrítið.

Já skrítið fólk...ég er nú úr sveitinni og er ekki orðin það gegnsýrð að ég horfi bara niðurfyrir mig eins og margir hérna í borginni...veit að ég þarf að bíta í tunguna á mér til að bjóða ekki góðan daginn við gesti og gangandi....og lennti líka í því þegar ég var í strætó hérna í vikunni að mér var litið á mann bara svona renndi augunum út um gluggan og augu mín lenntu á honum...og hann varð brjálaður stökk af stað og hrækti á gluggan...ég fattaði þetta ekki strax...héllt bara að hann væri að koma í strætó...en leit við á rúðuna og sleftaumarnir láku niður rúðuna....já ég segji það að mér finnst þetta mikill dónaskapur...jú kannski fannst honum að ég væri að stara en COMON maður á að kingja munnvatninu allavega þegar maður er komin yfir 4ra ára aldurinn og þessi var það....held að ég mundi ekki þekkja hann ef að ég sæi hann aftur það vel starði ég á hann....þannig að ég er að hugsa um að fara að verða eins og hinir ekki horfa....

Jæja þá eru raunarsögurnar úr borginni komnar á blað....hlakka til að fara í sveitina næstu helgi en þangað til verð ég bara að horfa á tyggjóklessurnar á gangstéttinni og halda kjafti svo að einhver sækó stingi mig ekki eða hrækji á mig...já margt hefur breyst síðan að ég bjó hér 1997.

Góða helgi...

Engin ummæli: