miðvikudagur, október 25, 2006

Verkleg próf....

...eru sköpuð af Djöflinum....eða einhverjum skildum þeim...þetta er ekkert smá stressandi....maður verður bara að passa sig á því að fara ekki að hágrenja af stressi....
Andrúmsloftið er svo stressandi að það væri hægt að virkja það....(stressið sko)...en auðvita reddar maður þessu og bítur í kinnina á sér þannig að maður fari ekki að grenja með kúnnan í fanginu eins og einhver aumingi...

Helgin var mjög skemmtileg...þar hittust gamla kellingar ;) og skemmtu sér vel....tók allt kvennkyns í lit og plokk...nema jú köttinn...hefði ekki lifað af ef ég hefði farið með plokkarann nálægt henni....Sálfræðingurinn fór að borða með fjölskyldunni og við hinar fengum okkur hvítlaukslæri sem bragðaðist mjög vel...síðan var farið á kaffihús og þar hittum við fleira skríðið fólk...og drukkum nokkra bjóra sálfræðingnum til heilla og svo var þar líka lögfræðingur sem við þurftum að skála fyrir líka...svo daginn eftir fórum við stöllur í bíó á Mýrina....og hún er alveg jafn sláandi þó svo að ég sé búin að lesa bókina 4x...samt kemur maður út og er þögull og veit ekki alveg hvað manni á að finnast um fólk almennt....að það sé virkilega til svona fólk sem hafa yndi á því að kvelja aðra...og jú er ekki forseti Bandaríkjanna búin samþykkja að það megi pína fanga...Held að það muni steypa mannkyninu endanlega í glötun...

Næsta helgi verður vonandi skemmtileg...ég er að vísu að læra fyrir próf alla helgina en ég held að Mannsi minn ætli að koma suður og hitta mig...hlakka til...að vísu ef að það verður mikill snjór fyrir norðann þá kemur hann ekki....þá er það bara snjósleðinn sem er í fyrsta sæti og ég í öðru ;)

Jæja þá er komið nóg í bili....Blíðan kveður...hafið það gott...

Engin ummæli: