Um helgina skellti ég mér í flugvél og skellt mér svo á grímuball í sveitinni. Þetta var rosalega gaman og við Hermann fórum sem vampíra og 18. aldar lady...sem er finndið því að ég er enganveigin dama. En eru ekki grímuböll til þess að skella sér í eitthvað sem maður langar að vera en getur það ekki. Þetta byrjaði vel en endaði ekki eins vel...allavega ekki hjá mér...eins og ég sagði þá hrapaði daman eftir því sem að hún drakk meira...greinilegt að ég hef ekki drukkið í marga mánuði og var frekar svört...og dagurinn eftir var þeimmun verri...Þökk sé góðum vinum komst ég heim...og suður svo í gær...og í skólann í dag...þó að ég hefði viljað vera heima...maginn ekki góður enn...
En það var samt rosalega gaman...og ég mæli með því að allir fari á grímuball einu sinni á ári. Endilega skoðið þið myndirnar hjá mér...hafið það gott...og vona að meltingin hjá ykkur verði góð þó að mín sé ekki komin í gott lag enn...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli