Ja hér kemur stutt skýrsla um júróvísjon- kvöldið...það byrjaði með því að sjá Risessuna og Risann og svo héldum við heim og fengum okkur kakó og Balys vegna þess hvað okkur var kalt...hér í vindinum fyrir sunnan. Þannig að ekkert annað í stöðunni en að fá sér eitthvað heitt og gott að drekka. Síðan tókum við okkur til og héldum til Þórirs til að horfa á Júróvísjonkeppnina. Það var rosalega gaman. Við völdum okkur öll lög til að halda með og einnig það sem okkur þótti minnstu (eða með minnstu) líkunum á því að fá 12 stig. Ég valdi Ungverjaland sem flottasta lagið og Svíþjóð sem mér fannst ekki eiga skilið að fá 12 stig. Ungverjaland fékk nokkrum sinnum stig en því miður líka Svíþjóð. Þannig að þegar Ungverjalad fékk stig þá var það sopi og þegar að Svíþjóð fékk 12 stig þá var það skot. Þórir valdi Úkraníu fyrir bæði þannig að hann fékk nokkra sopa. Dóa valdi Finnland til sigurs og Frakkland í 12 stigin. Og Todda valdi Hvíta Rússland til sigurs en Spán til skotanna...og hún þurfti ekki að fá sér eitt skot...sem þýddi að hún var nokkuð klár.
Síðan fórum við á ellefuna og hlustuðum á noska sigurlagið þarna og fórum svo á Kofann...og þá var dansað þangað til að það var tími til að fara heim...
Og þarna fáið þið söguna í stuttu máli...þannig að þangað til seinna....hafið það gott.
Síðan fórum við á ellefuna og hlustuðum á noska sigurlagið þarna og fórum svo á Kofann...og þá var dansað þangað til að það var tími til að fara heim...
Og þarna fáið þið söguna í stuttu máli...þannig að þangað til seinna....hafið það gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli