Smá yfirlit yfir prófin.
- Gervineglur....það var nú smá klúður þar....held að ég hafi sært 1 nögl og það er mikill mínus fyrir það. Samt er módelið mitt ánægð. Allavega segir hún ekkert við mig.
- Rafmagnsháreyðing....held að ég sé ekki fallin þar þó að ég fái ekki háa einkunn...
- Snyrtifræðin gekk held ég alveg ágætlega...örugglega eitthvað klúður en samt ekkert sem að ég veit um.
- Handsnyrting gekk fínt...held að ég hafi getað svarað öllum spurningum rétt og svo var naglalökkunin ekki alveg alslæm.
- Fótsnyrting var líka ágæt...gott módel og allavega hef ég ekki náð að lakka svona vel lengi.
- Ilmolíuprófið.....já það....veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Ég hef einu sinni gert allt nuddið áður og svo kemur bara próf. Ég held að ég hafi haft fínt flæði og svo held ég að ég hafi velið réttar olíur...en svo var spurt spurninga eins og í öllum prófum. Og það gekk ekki eins vel.
Þannig að þarna fáið þið að smá yfirlit yfir verklegu prófin...kannski læt ég ykkur vita hvernig það gekk...en bara ef að það gekk og ég verð með vínrauða húfu þann 23. júní.
Í kvöld ætla ég að horfa á Desperate Housewives & House og hafa það gott...engin prófalestur í dag...kannski byrja ég á því bara á morgun.
Jæja nóg í bili...Hafið það gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli