miðvikudagur, október 29, 2008

Jæja....

Þá eru breytingarnar komnar...og ég er bara nokkuð sátt við það....já nei...áður en að þið byrjið að hrósa mér fyrir þetta fallega blogg þá skuluð þið hætta...því að hún Elva Björk vinkona mín reddaði þessu fyrir mig. Og hún á mikla þökk fyrir.
Það sem er að frétta þessa stundina er það að hér er snjór og meiri snjór...en það er nú allt í lagi...ef að þetta fær bara að haldast svona...þá er alveg möguleiki að ég komist fljótlega á snjósleða...vííí...
Hér var hjónaball síðustu helgi...og svolítið spes að fara á fall í sínu fínasta dressi...svörtum síðkjól á stórhríð með húfu og læti...en við sluppum við að ýta eða svoleiðis því að það var ekki mikill snjór á veginum. Svo á leiðinni heim var eins komið ekkert annað en stórhríð...og allan daginn á eftir en svo þegar að við Mannsi vorum að fara að sofa þá var eins og það væri bara búið að slökkva á öllu veðri og alveg þögn....verð að viðurkenna að það var frekar erfitt að sofna.
Jólaskapið hefur ekker lagast...það verður orðið gott um jólin...þá verður það farið.

Nóg að rugli í bili...þangað til næst.......

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg stórglæsilegt :) - merkileg hvað allir finna þörf fyrir breytingum á þessum síðustu og verstu ... :) KNús til ykkar!

Dóa sagði...

Já sammála síðasta ræðumanni! Stórglæsilegt og rosa flott mynd! :o)

Anna Geirlaug sagði...

Þakka fyrir...en ættuð kannski að hrósa Elvu fyrir að gera þetta fyrir mig....Takk Elva...:)

Harpa sagði...

þið eruð yndislegar allar saman...
sjáumst í nóvember (amk. þeir sem staddir eru á norðurhjara)