laugardagur, mars 28, 2009

Íslenskt veður

Já íslenskt veður er eitt af undrum veraldar myndi ég segja. Það er enganvegin hægt að finna út hvernig veðrið er og líka það að á þessu litla landi gerum við fengið allar og þá meina ég allar gerðir af veðri. Sól og blíða í Skagafirði en hinum megin við Holtavörðuheiði er Óveður sem er allaleið að Mývatnsöræfum og þá kemur sól aftur til Hafnar og þaðan er rigning til Borgarness....eins og ég segi undur veraldar. Í gær var hér alveg skítaveður...en ekkert eins og á Akureyri...þá var svalbarðseyrin ófær og afhverju kemur þessi snjór ekki í heiðina mína, meina...hér værum við til í að fá sléttan fallegan þéttan snjó...svo að það verði hægt að eyða bensíni og orku um páskana.

Og ég vil fá FRÁBÆRT veður um páskana. þannig að það verði hægt að keyra á sleða alla páskana nema þegar að við verðum í þessum 2 fermingum sem eru á sama degi..

Jæja nóg í bili...þangað til næst

Engin ummæli: