sunnudagur, apríl 26, 2009

Kostningar

Ok...þá er komið að pólitísku hliðinni á mér...

Hvað er eginlega að fólki í dag...er það búið að gleyma hverjir eru búnnir að vera við stjórnvölin síðustu árin...framsókn bætir við sig...er það bara af því að þeir þykjast ætla í evrópusambandið og hvað er með fólk sem kýs flokk sem er með drulluna makaðu upp á bak...og farnir að smita hana yfir á aðra...ég bara spyr. Það eru allt of margir hér á landi sem kjósa bara, eins og góð vinkona mín sagði eins og þetta sé fótboltalið, af því að það hefur alltaf gert það þá halda þeir áfram. Þó svo að landið sé komið svo mikið á botnin að það er komin hola þar, en samt kýs það áfram eins og eini stafurinn í þeirra stafrófi sé D og kunni bara D...nei ég skil þetta ekki...er líklega ekki nógu klár í þessu öllu til að skilja þetta...

Þá er ég búin að fá smá útrás á þessu öllu saman og skrifa ljót orð...þangað til næst

Engin ummæli: