laugardagur, apríl 04, 2009

Nostralgíja part 2


Já enn er ég að hlusta á þessar hljómplötur mínar...sumar stoppa á sama staðnum í smá tíma og endurtaka sig...smá rispa...og aðrar renna í gengn og maður er gjörsamlega í sjokki yfir því að hafa eitt peningum í þetta eða hverjum datt í hug að gefa manni þetta rusl...það er að vísu bara 1 hljómplata sem er þannig að ég er bara alveg í sjokki...það er Micel Bolton...fékk hana í afmælisgjöf þegar ég var 13 ára held ég eða 14...skil bara ekki hvað þessi aðili sem gaf mér þessa plötu var að hugsa...það er ekki eins og þessi tiltekna plata sé rispuð nema bara á því að væblast á milli hinna platnana...en ég er líka þannig að ég hendi ekki tónlist...alveg sama hversu lélegt það er. Gef það frekar...en það eru nú ekki allir að hlusta á hljómplötur og fæstir sem eiga plötuspilara sem virkar. Þannig að Boltoninn væbblast bara þarna áfram. Já Dóa mín Steelheart er að hljóma svona fallega núna að það ílir í eyrum. Það er líka ótrúlegt að maður hafi keypt þá plötu...en samt alltaf gaman að hlusta en ekki lengi. Verst að allt Motley Crüe safnið mitt...sem er kannski ekki hægt að kalla safn þegar að það eru bara 2 hljomplötur...eru ónýtar...Voru nokkrir á Laugum sem ekki voru sammála mér með tónlist og skemmdu þær...og svo hlustuðu þeir bara á Boney Tyler...hvað er að.

Veðrið er aðeins farið að slaka á, sól og blíða og við frostmark...-0°C þannig að ef ég væri ekki að fara í afmæli í Bárðardal og gera 1 fermingarförðun í dag væri ég komin á sleða...verð bara að vona að páskarnir verði svona fallegir líka.

EGÓ eru að spila aftur og ég var mikið búin að pæla í því hvað Bubbi hefði gert núna til að ég fílaði nýja lagið svona vel...svo kom skíringin...Beggi er komin á gítar aftur...VÍÍÍVIÍÍVÍÍÍ Þeir eru að spila í Sjallanum í kvöld og ég kemst ekki...verð bara að vona að það líði ekki 10 á þangað til næst...

Komið nóg af rugli...þangað til næst

1 ummæli:

Harpa sagði...

frábært, það sem það væri gaman að hafa virkann plötuspilara og plötusafnið til að rifja upp gamla tíma, þó mitt plötusafn sé mjög ólíkt þínu þá væri nákvæmlega eins komið fyrir michael bolton þar, hann væri algjörlega óhreyfður... ja eða svei mér þá , líklega kominn á haugana! Ég fékk nú alveg mega flassback við að lesa þetta, AGK slefandi yfir Begga.. synd og skömm að þú komist ekki á ballið..
skemmtu þér á sleðanum .. heyrumst