Þá eru liðnar 2 vikur af sumarfríi og stórdagur á morgun. Þó að það hafi verið mikið og skemmtilegt að gera hér í Amsterdam...fór stóran göngutúr um götur Amsterdamborgar í frábæru veðri 1. daginn og svo fórum við í bíó 2. daginn og sáum Harry Potter í alveg hrikalega flottum bíósal sem var einu sinni leikhús. Fórum síðan á Írskan pubb og fengum okkur bjór og samloku, síðan var ferðini heitið á Aran (sem er að vísu líka írskur bar) og drukkum aðeins meiri bjór og svo smá Teuqila og á enn annan bar líka og síðan heim...og dagurinn eftir var svona innidagur.
Í dag var svo skommberað í höllina í kaffi og kleinur hjá Beatrix drottningu og síðan á Madae Tusssauds, vaxmyndasafnið hér í borg. Þar hittum við Dóa marga vini okkar...


Og á morgun er málið að taka sig til og fara svo til Bijlmer þar sem U2 tónleikarnir verða haldnir í Arena, heimaleikvelli Ajax. Og er vonin um að þeir fari ekki eins illa með okkur eins og einn viss aðili fór með Baunina og Amsterdambúann minn..
Jæja nóg að rugli í bili...læt vita af mér.
1 ummæli:
Tíhí - Dóa virðist vera að trilla Pittinum á undan sér heim svo lítið beri á ...
Skrifa ummæli