09.03.2005
Hafið þið einhvern tíman haft svoleiðis dag að “bad hair” day er ekki svo slæmur....
Já þessi dagur hefur verið þannig og ég veit ekki hvað maður á að gera af sér.
Það er alveg sama þó að maður reyni að mála sig eða gera sig einhverneigin fína þá bætir það ekki líðanina. Já svona eru sumir dagar og þá er ekkert annað að gera en að liggja í rúminu og sofa eða lesa góða bók.
Það fer nú alveg að koma að því að Böðvar verði pabbi í 2. sinn. Og hvað ætli það verði strákur eða stelpa.....já það er ekki gott að segja.....en sumir sem ég þekki munu allavega alveg vita það og vissu það allan tíman þó að sumir hafi ekki sagt neitt fyrr en barnið fæðist....áður en Hólmgeir fæddist þá var ég viss um að hann væri strákur.... .....auðvita er það eitthvað “mystic” við það ég er náttúrulega meið dulda hæfileika.....Neibb ekkert þannig. Þau voru bara ekki með nafn á strák þannig að það hlaut að koma strákur en ekki stelpa...er það ekki alltaf þannig þegar maður er undirbúin með eitthvað þá kemur það ekki alveg eins og það væri best planað...en þannig er nú bara lífið....Já hvort verður það strákur eða stelpa “that is the question”. :)
10.03.2005
Já það er þannig að suma dagana er maður alveg eins og skítur og aðra vaknar maður, ég ætla ekki að segja fallegur, en svona þolanlegur. Og þegar maður vaknar kúkugur þá verður maður bara að reyna að þrífa hann ef sér, er það ekki? Og það er það sem ég er að búin að reyna að gera þannig að núna er bara að vera ekkert að þvælast fyrir framan spegill eða umgangast fólk þá ætti þetta að reddast að sannfæra sjálfan sig um að maður sé þolanlegur.
Nei að öllu gamni slepptu þá held ég al lærið sé alveg að koma til allavega ekki sársauki nema að koma held ég harkalega við kúluna. Og það er ekki efst á tékk listanum. Þannig að ég get kannski farið að vinna núna meira en 25% vinnu. Og þá ætti skapið að lagast og kúkafýlan líka, er það ekki?
Skrifa orðið bara í tölvuna og copya það svo yfir...er að spara :)
Jæja Blessuð Blíðan hefur lokið sér í dag þannig að.....Takk fyrir að lesa.
fimmtudagur, mars 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þekki þetta vel Anna mín - stundum vaknar maður bara ljótur og feitur og í alla staði ómögulegur. Þá er bara ekkert hægt að gera nema halda sig innandyra eða hafa pappírspoka á hausnum ef maður neyðist til að fara út. Bara muna eftir götum fyrir augun!
Skrifa ummæli