fimmtudagur, mars 03, 2005

Og það kemur annar dagur á eftir þeim næsta...Munið þið þegar þið voruð lítil að þegar maður var að bíða eftir einhverju þá leið tíminn ekki neitt. En núna þá svífur tíminn bara áfram og það er ekkert sem að maður getur til að stoppa hann. Maður nær ekki einu sinni að njóta hans af því að maður er svo rosalega upptekinn. Já þannig er þetta með tímann.

Það er rosalega fallegt veður hérna fyrir norðan, að vísu er þetta leiðinda rok og maður verður svo rosalega pirraður að það er bara hættulegt. En samt fallegt veður ef að maður er inni

Svo kom náttúrulega skattaskýrslan í gær og þá þarf maður að fara að leggja höfuðið í bleyti og reyna að hugsa aftur...Við erum nebblega að hugsa um að gera hana sjálf..þurftum að borga 30þús fyrir hana í fyrra og ætlum ekki að láta það gerast aftur.
Ætlum bara að fá okkur kennara( vinkona okkar) sem ætlar að kenna okkur þetta. Þá ætti þetta kannski að reddast og vonandi verðum við ekki tekin fyrir skattsvik vegna einhverra mistaka.

Já þá held ég að pistillinn frá blessaðri blíðunni sé bara komin í dag.
Takk fyrir að lesa.

1 ummæli:

Guðrún K. sagði...

hæbb - við Gabríel erum að fara í sveitina á eftir, svo endilega kíktu við ef þú átt leið um - eða bara gerðu þér ferð uppeftir til að hitta okkur - alltaf kaffi og jafnvel eitthvað sterkara hjá pabba!! he he he