Já þá er komið að því. Kallinu sem ég er búin að bíða eftir í 6 vikur. Já börnin góð það er komið að þræðingu nr 2...Þetta er rosalega notalegt....eins og að troða klósettröri inn í æðarkerfið og hræra í....jú maður er náttúrulega deyfður en þegar er nú farið að hræra mikið í æðarkerfinu þá er þetta orðið of mikið..
Þetta varð nú auðvita að koma núna því að ég var orðin vinnufær þannig að það gekk ekki.
Ef maður gæti nú farið á Hróaskeldu og hlustað á Foo og Audioslave það yrði nú alveg pottþétt en ég sætti mig bara við Slash það verður alveg frábært......er mikið búin að hugsa þetta og er komin að þeirri niðurstöðu að hafa með mér leikhúskíki Svo að maður sjái nú vel.
Var að yfirfara tónlistina í tölvunni í gær og komst að því að það var heilv.. hellingur af Duran Duran sem að mér fannst ekki skemmtilegt þannig að ég henti því út hissa á því hvað það var mikið til af þessum lögum og þá mundi ég eftir því að Dóa lét mig fá diska til að setja inn á og þar hefur verið þetta rosalega safn með gömlu köllunum.
Þá held ég að það sé komið nóg af svívirðingum og látum hjá Blíðunni í bili þó að það sé enginn blíða hér á norðurlandi.....Seinna
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hentiru Duran!?! Og þetta viðurkenniru kinnroðalaust? Ég er djúpt sjokkeruð núna...
Skrifa ummæli