Já það er komin helgi og ég bíð spennt eftir að Hermann minn komi til mín...að vísu fékk ég fréttir af pakkanum góða áðan og hann beið mín bara á pósthúsinu eins og vel upp alinn eiginmaður...hehe(sérstaklega fyrir danann sem vildi fylgjast með pakkamálum ég er farin að brosa núna).
Skólinn hefur gengið vel...held ég ... og það eru búin 2 próf og svo er annað á mánudaginn...
...vöðvapróf...læra staðsettningu...upptök...staðsettningu...og hreyfingu. Já ég held bara að ég drífi mig svo í lækninn þegar ég er búinn í snyrtifræðingnum... Hef það allavega á tilfinningunni að ég sé kominn með grunninn af honum þegar þetta verður búið...
Æi ég sakna Blíðunnar minnar...sá Border Colly eins og hún er áðan og fékk mikla löngun í að stökkva á hann og knúsa hann....en ég hafði hemil á mér...þó að það hafi verið erfitt. Frétti í gær að hún hafi stolist inn í eldhús hjá nágrannanum og stolið 4 hamborgurum....já þetta gerist þegar maður skreppur að heiman...
Jæja eslkurnar þá er þetta komið...eigiði góða helgi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli