þriðjudagur, nóvember 21, 2006

20-an

Já núna er það orðið þannig að ég er komin í 20-una (2. ár) mér finnst það svolítið merkilegt vegna þess að það er ekki svo langt síðan að maður var að stressa sig yfir því að vera að byrja og svo kom strax beina próf og svo komu vöðvar sem að við þurftum að læra utanaf...og maður var algjörlega í sjokki yfir. Núna er maður svo mikill nagli að maður þolir allt...hehe...eða þannig...

Komst að því í dag hvað ég er mikill sveita nörri....já við vorum í gervinöglum og þetta var gjörsamlega eins og latína fyrir mér. Ég skildi ekki neitt og allar hinar vissu nákvæmlega hvað var um að tala. Og svo var sýnikennsla...og ég var módelið og núna er ég með þessa rosalegu kókaínnögl og ef að það vanntar einhverstaðar ´þ eða ö þá er það vegna heilv...naglarinnar...Hún er rosalega flott en ég hef aldrei á æfinni verið með svona langar neglur þannig að hún þvælist smá fyrir mér.

Hjónabalið fór vel fram og allir voru ánægðir þannig að þetta er mjög spenandi. Fékk nokkrar í förðun...og engin þorði að segja annað en að þetta hefði verið glæsilegt hjá mér en nóg í bili...

Engin ummæli: