fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Færsla dagsins...

Jæja þá er það komið að því að gera nýjar færslur...núna sit ég hérn í skólanum að blogga...það féll niður tíminn sem að ég átti að vera í...

Þorrablótið var rosalega gaman og við Guðrún skemmtum okkur rosalega vel...það var borðaður hellingur af þorramat og drukkuð hellingur af víni...Hljómsveitin var rosalega skemmtileg og ekki sköðuðu skemmtiatriðin eru...

Var í prófi áðan...það var svoldið spes...ein spurningin var "Hvað er þjónusta?" og þið megið svara þessari spurningu fyrir mig...en ég vona að kennarinn muni ekki láta mig falli....ég vona það...

Núna er ég að fara að farða á eftir, tímabilaförðun. Ætla að farða hana Jóhönnu...held að ég ætli að mála hana frá tímabili 1940.

Íslendingar hafa nú staðið sig frábærlega í handboltanum....skil ekki að ég hafi misst af leiknum...
var í skólanum...og það munaði svoooo litlu...en samt svo mikið. Þá er það Rússarnir...það er alveg hægt að vinna þá...hey við unnum Frakka...þá getum við unnið alla...en líka tapað en við getum samt unnið alla.


Og já svo er að koma helgi...og svo verkleg próf eftir 2 vikur....þannig að það verður lært til að kunna eitthvað...

Góða helgi esskurnar mínar...

Engin ummæli: