þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Komin norður

Sorry…ég veit að það hefur liðið langur tími síðan ég bloggaði síðast…Er búin að vera í prófum núna í ½ mánuð en sem betur fer er það búið og ég er komin í sveitasæluna…já keyrði norður í gær eftir próf á nýja kagganum hans Hermanns…í þeirri von að ég þyrfti ekki að hringja í hann fyrr en í fyrstalagi í Varmahlít til að ná í mig. En það heppnaðist… þurftu ekki að hringja í hann…enda var bara drepið 1x á bílnum og það var nauðsin…til að pissa…já eins og þið eruð eflaust farin að átta ykkur á er bíllinn ekki alveg í lagi…

Enda lenti ég næstum inn í Esso – sjoppuna á Blöndósi…dekkin smá sleip…en slapp.

Prófin gegnu ágætlega…held ég…alla vega þangað til að ég fæ einkuninar…held að ég höndli ekki að vera 1 önn í viðbót…því að ég er farin að sjá fyrir endann á þessu…Þetta er alltaf smá stress þegar að prófin koma, og núna var það ekkert öðruvísi…niðurgangur í ½ mánuð er ekki hollt…þannig hefur skólinn verið núna. Það eru 18 nemendur í bekk og þá er það 3x18=54…þá eru það 53 konur í skólanum & 1 strákur…hann er ekki talin með vegna þess að hann er raunsær á þetta…eins og karlmenn eru oftast…en konurnar 53…ég mundi segja að það væri ½ af þeim sem hefur verið stressaðar þá er það 26 eða 27 stelpur sem hafa ekki haft stöðugan maga í ½ mánuð…og 4 wc það hlítur að vera of lítið þegar að prófatími er…en nóg af þessari vitleysu í bili…

Sveitasælan…það sem á að gera í fríinu…jú það skemmtilegasta er að fara til tannlæknis…vííí…ef hægt væri að setja svona msn karl inn í þetta…sem er að hoppa og skoppa af ánægju…svo ætla ég að hitta ömmuna mína og hafa það gott í sveitinni hennar sem að mér finnst að hún eigi skuldlaust…því að það er ekki til betri mannsekja en hún…jú ok…dalilama…eða hvernig það er nú skrifað og móðir Teresa voru kannski á sama stað en já í mínum augum er hún ein af þeim sem er í þessum hóp…kannski finnst öllum þetta um Ömmurnar sínar en þá það en mín er samt betri…

Já í dag er afmælisdagurinn hennar Dóu…stelpan er orðin rétt rúmlega 20. eins og ég og Guðrún verðum eftir smá…Dóa hjartanlega til hamingju með afmælið esskan og sjáumst á föstudaginn.

Í gær átti Kristinn Ingi afmæli og ég óska honum einig til hamingju með afmælið.

Og á morgun á Jóhann Pétur & Ásta Rún afmæli og þau fá mínar hamingjuóskur með afmælið

Jæja held að þetta sé komið nóg í bili…hafið það gott…ég veit að ég hef það gott þar sem ég er heima í sveitinni með manninum mínum og hundinum mínum…hafið það gott þangað til næst…

Engin ummæli: