mánudagur, mars 02, 2009

Hallúúú


Þá er ég búin að opna SNYRTIPINNANN og allt gekk vel. Það komu margir og var setið og spjallað og borðaðar snittur gerðar af okkur Toddu...ótrúlega góðar þó að ég segi sjálf frá..og alveg frábær hópur fólks kom og skoðaði hjá mér. En svo er seinnipartsopnun í dag og ég byrja kl 16:00 - 21:00 þannig að núna sit ég heima og reyni að safna orku og gengur það bara mjög vel. Margir á fésinu sem hafa sennt mér hamingjuóskur og þakka ég kærlega fyrir það. Þessi mynd var tekin af mér af Hermanni Aðalsteinssyni hann er með fréttasíðu frá Þingeyjarsveit http://123.is/641/ þar getið þið lesið fréttir úr sveitinni.
Jæja nóg af pikki í bili...þangað til næst

2 ummæli:

Dóa sagði...

Hjartanlega til hamingju Anna mín, ég veit að þetta á eftir að vera blússandi lukka!!

Og fín mynd af þér! :)

Knús og kossar!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju mín kæra og takk kærlega fyrir mig á sunnudaginn - ég kalla sko á ykkur þegar ég fermi Gabríel í snyttugerð :o)

knús knús !!!
Guðrún KV