þriðjudagur, mars 17, 2009

Stórhríðarvikan mikla liðin

Já hér er lítið að frétta annað en snjór snjór og svo aðeins meiri snjór...og ekki einu sinni sleðinn minn er í lagi til að komast á hann milli bilja. Það var ekkert að gera á Pinnanum. Það nennir enginn að koma í svona vondu veðri. En það er eitthvað búið að pannta fyrir þessa viku þannig að ég er bara ánægð með það.

Fór á frumsýningu á Kvennaskólaævintýrinu sem að Leikdeild Eflingar er að sýna og það var mjög gaman. Ég var búin að vera 3 kvöld með þeim og leiðbeina við förðun sem þær hafa tekið mjög vel eftir því að þær voru rosalega fínar. Boðið var upp á vöflur með róma og kaffi...ummm...þær voru alveg rosalega góðar.

Hvolparnir þær Táta og Freyja fara líklega í þessari viku. Pabbi og Sigrún ætla að taka Freyju en eigandi Pabbans tekur Tátu (Frigg).

Jæja nóg af röfli í bili...Þangað til næst tulilú.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ sæta ! knús yfir til ykkar. Ég renni við hjá þér á morgun og sæki þú veist.. :)
litla skutla mun alltaf heita Frigg í mínum huga þessi knúsidúlla. Smá ánægð emð að þær báðar fái góð heimili :)
knús knús frá okkur hérna á eyrinni !
Guðrún