miðvikudagur, október 05, 2011

Fyrsti snjórinn

Þá er það fyrsti snjórinn sem kemur á þessu hausti...eða nei það er víst búið að snjóa 1x áður akkurat þegar að við vorum að smala...en hann fór samt um daginn þannig að það er ekki að marka. En núna helst snjórinn lengur og snjóar smá enn. Það er fallegt þegar að jörðin er komin með hvítu sængina sína, allt verður svo hreint og fallegt. Snjórinn fellur af þakinu meðan að regndroparnir leka af húsþökunum.

Annars er ekkert að frétta úr Flísinni....jú nema að Siggi bróðir ætlar að skíra um helgina og ég get ekki ímyndað mér hvað það verður....kannski Hallgrímur eða Halldór....en samt ég veit ekki...kemur í ljós um helgina.

Þangað til næst.

2 ummæli:

Elva Björk sagði...

Sá mynd af snjónum á Akureyri í dag brrr... En fallegt var það samt!

Anna Geirlaug sagði...

Já Elva þetta er fallegt, en kallt...