1. Slökktu á símanum þínum og heimasímanum og gleymdu heiminum í smá tíma.
Slökktu á farsímanum
2. Kveiktu á ilmkertum eða bara venjulegum kertum og farði í langt, heitt bað eða sturtu.
Kerti skapa alltaf góða stemmningu
3. Þurrkaðu andlitið á þér þannig að það sé enginn raki í því. Settu svo á þig Vaselin og hafðu það á yfir nóttina. Húðin verður ótrúlega mjúk og fresh eftir það.
Mjúk húð
4. Settu á þig Aloe vera gel eða krem á andlitið, það er svo friskandi! Náðu svo í hárblásarann þinn og notaðu kaldan blástur á andlitið á þér í 5 mín. Ég veit að það hljómar skringilega en það er ótrúlega þægilegt.
5. Daginn áður en þú ákveður að hafa „spa day“ skaltu fara í Office 1 eða í aðra búð og kauptu 2-3 tísku- og slúðurblöð. Komdu þér svo vel fyrir í sófanum eða upp í rúmi, kveiktu á lampa og flettu í gegnum blöðin.
6. Láttu makann þinn eða einhvern sem þér líður þægilega í kringum nudda á þér axlirnar og bakið.
7. Taktu gamla naglalakkið af þér og náðu þér í skál. Settu volgt vatn í hana og hárnæringu eða baðolíu í vatnið. Settu svo hendurnar þínar ofan í skálina í svona 10 mínutur til að mýkja þær.
8. Mani-Peddí : Eftir að þú hefur verið með hendurnar í skálinni skaltu snyrta neglurnar þínar og naglalakka þær í flottum lit.
9. Settu skemmtilega mynd eða skemmtilegann þátt í dvd tækið, kauptu þér súkkulaði og eyddu kvöldinu í að kúra uppi sófa að horfa á eitthvað.
10. Settu á þig andlitsmaska og gúrkusneiðar yfir augun. Kveiktu á róandi tónlist, leggstu niður og slakaðu á.
2 ummæli:
hjá mér fara slökun og naglalökkun ekki saman ;)
Nei Elva mín þarf bara smá þolinmæði með þessu :D
Skrifa ummæli