Já núna er ég staðsett í Reykjavík.....nánar tiltekið í 101. Er að bíða eftir því að Elva gellan komi til landsins......hún verður sko aldeilis yfirheyrð um allt sem hún hefur verið að bralla þarna í útlandinu.
Fór á jammið með Dóu og Sólveigu á Nasa þar sem Hjálmar, Mugison og Trabant voru a spila. Það var ógeðslega gaman...Svo fórum við og jömmuðum aðeins meira og svo var farið heim....
Ég er að verða búin að kaupa gjafir fyrir alla.....Já líka þig Todda......en hvort að þú verðir ánægð er bara spurning um hugarástand.....
Fórum út að borða í gærkvöldi á Ítalíu....ég pantaði mér piparsteik vel steikta og hún var ÆÐISLEG....þetta var sko engin 30 ára belja...held að þetta hafi ekki verið með sinar...kannski eru nautin hérna á Suðurlandinu aðrar tegundir en fyrir Norðan :o)
Veðrið hérna í borginni er búið að vera doldi spes.....sól...rigning....stórhríð og allur pakkinn.
Jæja þá er að fara að næra líkamann....Sæl að sinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gleðilegt ár elskan mín - og takk fyrir það gamla! Verðum nú að reyna að tryggja að það líði ekki svona langur tími þar til næst - þú veist allavega að það er svefnsófi til staðar núna ef þig langar að kíkja í heimsókn... (engin hætta á þú vaknir upp í björgunarbát ;o) )
Skrifa ummæli