þriðjudagur, janúar 10, 2006

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og allt það.....já eins og þið sjáið þá er ég að blogga alveg á fullu....Langar að óska pöddunni til hamingju með að hafa hækkað um 2 cm í jólafríinu ekki eins og ég breikkað um 20 cm í jólafríinu...en þetta getur maður nú kennt öllum þeim sem gávu manni komfekt í jólagjöf....hvað voruð þið að hugsa hélduð þið að ég mundi ekki éta þetta eða hvað.....ekki fer ég að gef gestum nammi....þeir gætu fitnað...og það vill maður ekki hafa á samviskunni.

Skólinn er byrjaður og ég er í 4 fögum, ensku, stærðfræði, íþróttir og íþróttaval já enn er ég með helling af íþróttum.... :)

Jæja þá er það komið búin að óska árið skamma fólk fyrir að gefa mér konfekt og svo er það veðrið heilv....frost....

Bless í bili.

Engin ummæli: