mánudagur, janúar 23, 2006

Líf eftir þorrablót í Mývatnssveit.....?

Líf eftir þorrablót í Mývatnssveit....?.....Já og maður er ekkert smá endurnærður eftir þetta. Skemmtatriðin voru alveg hrein snilld og það var svo mikil stemming að maður varð eginlega heillaður. Þó að maður væri edrú þá gat maður alveg skemmt sér.....það var hellings fyllerí eins og lög gera ráð fyrir þega að kristið fólk breytist í heiðingja og slettir klaufunum, en ekki svona leiðinlegt....það voru allir í góðu skapi og sungu saman ættjarðarsöngva. Hljómsveitin hét Legó...held ég ef að ég hef heyrt rétt og þeir spiluðu allan skalan....frá alveg grútleiðinlegum harmónikkulögum til Bubba og Egó....eins og ég sagði þá var þetta alveg snilld.....vantaði náttúrulega nokkrar lykilpersónur þarna eins og Guðrúnu og Sólveigu en þetta gekk samt allt saman þó að þær hafi ekki verið.

Jæja læt þetta næja í bili, þangað til seinna...

1 ummæli:

Guðrún K. sagði...

jamm ég klikkaði sko laglega þarna á blótinu!!! næsta ár þá ætla ég að fylgjast betur með!