þriðjudagur, janúar 17, 2006

Skólinn byrjaður eftir jól

Skólinn byrjaður eftir jól og maður er enn að reyna að festa sig í rétta rútínu en gengur hægt. En þorrablótin eru á næsta leiti. Og það byrjar í Mývatnssveit....Já það er þorrablót í Mývatnssveitinni um helgina og ég er að fara....þetta verður öurgglega skemmtilegt blót eins og vanalega...Vildi bara að Guðrún yrði þarna en ég á ekki von á því.

Veðrið hérna er viðbjóður....ekki það brjálað þannig að maður geti verið heima með góðri samvisku. Heldur fer maður í skólann í leiðindarveðri og situr í 1 klst og svo er skólinn búinn. Og þá á maður eftir að hanga hér í skíta veðri til kl 17.00 og þá er örugglega brjálaða veðrið komið þannig að maður kemst ekki heim og þarf að húka niðri í dal og redda sér gistingu. Ekki alveg það sem okkur skíthoppurunum í neðri flís finnst gaman.

Jæja ég ætti þá að gera eitthvað....eins og......fara í kapal eða eitthvað þangað til við förum heim eða reddum okkur gistingu einhverstaðar.

Engin ummæli: