mánudagur, febrúar 20, 2006

Langa helgin að koma.....

...já næstu helgi er langa helgin hér á Laugum og þá fá allir frí á föstudag og mánudag líka og Dóa er að halda upp á afmælið sitt um helgina en ég get ekki farið því að það kosta víst peninga að bæði fljúga og keyra suður....OOOooo mig langar svo að fara....þetta er alltaf svona hjá okkur....
Að vísu er ekki eins og maður sé rétt komin að sunnan en samt....

Það er prófavika núna og það eru nokkur fiðrildi í maganum núna sem segja að ég kunni þetta ekki og ég er sveitt í lófunum....tveir af mínum erkifjendum....enska og stærðfræði....veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það.

Í dag held ég að það sé að koma sumar og fyrir viku var það eins og það væri bara að byrja veturinn....Já veðrið á íslandi er breytingum háð....eins og er oft sagt "köflótt"

Jæja hætt í bili.....hafið þið það gott dúllurnar mínar...og þá meina ég ekki brjóstin á mér eins og Emilíana Torini gerði á Íslensku Tónlistarverlaununum.

Engin ummæli: